Eldri bylgjan bloggar
Þankar Steinars Þorsteinssonar frá Norður Noregi


föstudagur, júní 18, 2004  


Við hjónin eru bókaormar og lesum töluvert. Ekki skortir efnivið og yfirleitt les maður (eg) bækur af áhuga á efninu. Skáldsögur, ljóð metur maður með sjálfum sér og það mat fer trúlega eftir þroska einstaklingsins. Æfisögur , svokallaðar, skrifaðar annnaðhvort af skrásetjara eða höfundi sjálfum ættu að vera trúverðugar, þó með fyrirvara. Reynslusögur geta verið skemmtilegar svo og blaðagreinar svo ekki sé minst á blogg. Allar fræðibækur, þar með taldar kennslubækur ættu að lesast með gagnrýni, þá sér í lagi mankynsagan , sú sem er matreidd fyrir okkur vesturlandabúa.

(Jawaharlal Nehru (1889-1964), forsætisráðherra Indlands (1947-1964) sat í fangelsi 1930 til 1934 og skrifaði allmörg bréf til dóttur sinnar Indiru Gandhi. Bréfin urðu að mankynssögubók,” ”Glimpses of World History, tímabilið frá 6000 fyrir krist til 1935, séð með öðrum augum en vestrænum. Þetta var innskot og kemur aðalefni lítið við)

Af hverju er eg með þessar vangaveltur. Það er auðvitað út af einni bók sem eg hef nýlokið við að lesa. Bók sem kona mín fékk í afmælisgjöf á dögunum frá vinafólki okkar. Konan læknir, þýsk og maðurinn íranskur verkfræðingur, bæði höfðu lesið bókina og fannst hún frábær. Bókin, “Mutant Message Down Under” kom út í Ameríku 1991 og varð “underground bestseller”.
Höfundurinn; MARLO MORGAN, læknir um fimmtugt þegar bókin var skrifuð, segir í inngangi að bókin sé skrifuð út frá raunverulegri reynslu og þekkingu. Hún segir frá óvæntu, óundirbúnu og æfintýralegu ferðalagi,(Walkabout, sem gæti útleggst sem: ferð án fyrirheits) um óbyggðir og auðnir Ástralíu í “boði” eins ættbálks frumbyggja álfunnar, Aborigina. Þeir kalla sig “hina einu sönnu”, eða eins og bókin heitir á norsku, “Det virkelige folket”. Bókin var skemmtileg aflestrar framan af og nokkuð merkileg, að mér fannst og boðskapurinn var náttúruvernd. “Við erum að eyðileggja hnöttinn okkar, Jörðina”.

Eg tel mig fylgjast nokkuð vel með fréttum og hugsaði; skrýtið að þessi “merkilega ferð” hafi ekki fengið athygli. Höf. fannst auðveldlega á veraldarvefnum og var það ekki skemmtileg lesning.
Mín hugsun; Er ekki hægt að segja sínar skoðanir án þess að ljúga?




posted by Steinar | 6/18/2004 12:40:00 f.h.


fimmtudagur, júní 17, 2004  

Samgleðst 40 ára stúdentum frá MA. Burtu með sút.....


posted by Steinar | 6/17/2004 10:11:00 e.h.
links
archives